Hat Karon, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Hótelið er ágætlega staðsett, tekur um 10 mín að ganga niður að strönd og um 15 að ganga niður á göngugötu. Herbergið var gott og rúmdínan mjög góð. Hótelið er byggt í miklum halla, mörg hús sem dreifast á stórt svæði þannig að þetta er ekki fyrirfólk sem á erfitt með gang. Sundlaugarnar voru mjög góðar sem og morgunmaturinn. Starfsfólkið var mjög hjálplegt og kurteist. Fengum mjög góða þjónustu, þrif á hverjum degi.
Neikvætt í umsögninni
Hótelið er ekki við ströndina, þarf að ganga nokkurn spotta þangað og þangað sem aðal lífið er, eins og á kvöldin. Mikið af tröppum upp og niður og dreifist um stórt svæði.
Patong-ströndin, Taíland
Jákvætt í umsögninni
íbúðin sem við vorum í var vel útbúin, allt til alls og ágætlega rúm. Við fengum frábæra þjónustu, bæði góðar móttökur og þau fljót að bregðast við þegar okkur vantaði aðstoð. Sundlaugarsvæðið var mjög gott og líkarsræktaraðstaðan allt í lagi - tækin orðin dálítið þreytt.
Neikvætt í umsögninni
Það þarf að athuga staðsetninguna, það er mjööög bratt upp að hótelinu og er erfið ganga. Íbúðin var dálítið “þreytt”, þung lykt inni og einhver stífla í vaskinum inn á baði, sem var reyndar lagað þegar við vorum þar.
Nai Yang-ströndin, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Íbúðin er mjög þægileg fyrir tvo, allt til alls og fallega innréttuð. Ágætis staðsetning, tekur um 15 mín. að ganga niður að strönd. Sundlaugin er mjög góð, allt mjög snyrtilegt og hugsað vel um eignina. Stutt í verslanir og matsölustaði.
Neikvætt í umsögninni
Vorum mjög ánægð með vikudvöl á staðnum, afhending lykla hefði mátt ganga betur, var víst mikið að gera hjá þeim þennan dag. Ekkert er þrifið á þessum tíma, ekki komið með hrein handklæði eða þrifið, þannig að við þurftum að þvo sjálf. Svalirnar eru dálítið þröngar.
Hat Karon, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Hótelið er staðsett í um 10 mín göngufæri niðurá strönd og á göngugötuna. Herbergið var ágætlega stórt, rúmið mjög gott en svalirnar mjög litlar. Sundlaugin var lítil en hrein og góð. Morgunmaturinn var ágætur.
Neikvætt í umsögninni
Staðsetningin er ekki miðsvæðis en er í göngufæri við nánast allt. Það hefðu mátt vera fleiri bekkir við sundlaugina.
Kathu, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Herbergið var ágætlega stórt, rúmið allt í lagi og stórar og góðar svalir sem snéru út að einni golfbrautinni. Sundlaugin er mjög stór, en bekkir og allt í kring.um laugina dálítið þreytt.
Neikvætt í umsögninni
Við vorum í elsta hluta byggingarinnar og þar er allt orðið dálítið slitið og þreytt. Nettengingin var mjög léleg, helst að ná neti út við hurðina. Morgunmaturinn var ágætlega fjölbreyttur ef maður borðar thailenskan mat, annars er ekki mikið úrval. Staðsetningin er ekki góð nema ef maður hefur farartæki.
Natai-ströndin, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Í alla staði fullkomið hótel! Við elskuðum allt við það.
Chiang Mai, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Fullkomin staðsetning og mjög fallegur gististaður.
Neikvætt í umsögninni
Svaf ekki vel því dýnan var mjög hörð og óþæginleg.
Bangkok, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Vissi ekki af morgunverði
Pattaya Central, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Allt upp á 100%
Bangkok, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Morgunmaturinn var mjög góður og staðsetningin frábær.