Nice, Frakkland
Jákvætt í umsögninni
Staðsetninginn er frábær. Íbúðin er í gamla bænum þar sem mikið mannlif er. Fjölmargir veitingastaðir og verslanir. Stutt á ströndina. Blóma- og ávaxtamarkaður stutt frá á hverjum morgni til kl. 13:00 og blanáur markaður seinnipartinn. Fiskmarkaður og matvöruverslun í 3 mín göngufæri. Aðalverslunargatan er í 10 mín göngufæri. Vel tekið á móti okkur og við fengum ítarlegar upplýsingar um það sem við þurtum að vita um svæðið. Tvær upplýsingarmöppur í íbúðinni sem flest kemur fram sem maður þarf að vita. Frábært að hafa ísskáp, þvottavél, uppþvottavél, vel útbúið eldhús og önnur tæki sem maður tekur ekki auðveldlega með sér í frí. Veröndin var svo toppurinn...frábært útsýni og toppurinn að fá sér kaffið þar í morgunsárið eða kaldann drykk að kveldi.
Neikvætt í umsögninni
Þar sem það var mjög heitt þessa fimm daga sem við gistum í íbúðinni þá tók stiginn upp á 7. hæð vel á. Einkum þegar að við komum og þegar að við fórum með vel þungar töskur. Þetta var samt heilsubót fyrir okkur 8-)
París, Frakkland
Jákvætt í umsögninni
Pantaði tvö herbergi. Fengum herbergi hlið við hlið. Rúmið var þægilegt, herbergið snyrtilegt. Öryggishólf var til staðar. Starfsfólkið vingjarnlegt. Frábær staðsetning, lestarstöð, almenningssamgöngur, matvöruverslun, veitingastaðir og kaffihús í 5 mín göngufæri. Lyfta í húsinu sem kom sér vel þar sem við vorum á efstu hæð hússins.
Neikvætt í umsögninni
Þar sem það var mjög heit í París þessa tvo daga sem við gistum hefði verið gott að hafa loftkælingu. Það var stór vifta í herberginu sem að hjálpaði mikið. Verðið hefði væntanlega verið hærra ef loftkæling hefði líka fylgt 8-)
Rungis, Frakkland
Jákvætt í umsögninni
Átti bókað í næturflug og valdi hótelið fyrir dvöl í nokkrar klukkustundir. Það er boðið uppá flugrútu sem gengur frá klukkan fimm. Tíminn hentaði mér ekki og borgaði 25 evrur fyrir farið með leigubíl. Hótelið hafði allt sem ég sótti í og gerði kröfur til um stutta dvöl. Snyrtilegt og þægilegt, starfsfólkið hjálplegt.
Serris, Frakkland
Jákvætt í umsögninni
Frábært hótel á sanngjörnu verði. Sundlaugin frábær og stutt að labba í Disneyland og í mallið.
París, Frakkland
Jákvætt í umsögninni
Ég var mjög sátt við það sem ég fékk miðað við verðið. Herbergið var snyrtilegt og notalegt.
Neikvætt í umsögninni
Mér brá þegar ég kom í móttökuna. Hún er verulega sóðaleg, mikið af drasli, gluggatjöld hangandi og við það að detta alveg af stönginni. Herbergið hinsvegar var blessunarlega mjög fínt.
Antibes, Frakkland
Jákvætt í umsögninni
Fin staðsetning. Ágætis rúm. Góð stærð a herbergi fínar svalir
Neikvætt í umsögninni
Sundlaugarbekkir. 30 min hámark sem er fint ef þu ert að taka bekki frá og mætir ekki En ef þu varst í sundlauginni með börn þá máttir þu ekki hafa bekk ef þu varst lengur en 30 min í lauginni. Sundlaug er 1.90 a dýpt þar sem bekkirnir eru. .
Menton, Frakkland
Jákvætt í umsögninni
Mæli með þessari gistingu, langar aftur.
París, Frakkland
Jákvætt í umsögninni
Staðsetningin var góð.
Neikvætt í umsögninni
Vantaði loftkælingu, ekkert pláss fyrir ferðatöskur
Cassis, Frakkland
Jákvætt í umsögninni
Notarlegt.
Nice, Frakkland
Jákvætt í umsögninni
Mjög vinalegt starfsfólk, hreinlæti gott og staðsetning mjög góð