Anavissos, Grikkland
Jákvætt í umsögninni
Herbergið var frábært með dásamlegu útsýni yfir hafið. Mjög gott morgunverðarhlaðborð. Dásamlegt spa og bekkirnir á ströndinni mjög þægilegir. Hægt að leigja bílaleigubíl á hótelinu. Starfsfólkið einstaklega hjálplegt. Get hugsað mér að koma aftur!
Neikvætt í umsögninni
Hefði viljað vatnsflösku í boði hótelsins alla dagana, ekki bara fyrsta daginn. Þurftum að bíða lengi eftir að fá að drekka þegar við borðuðum fyrsta kvöldið á buffet veitingastað hótelsins. Þjónustan var betri daginn eftir.
Agios Rokkos, Grikkland
Jákvætt í umsögninni
Frábær rúm og allt svo hreint og fínt! Fullur ískápur af nauðsynjavörum sem var geggjað! Gestgjafinn yndislegur og mjög hjálplegur, mæli 100% með! Svo var frábært að geta labbað á flugvöllinn!
Neikvætt í umsögninni
Ekkert!
Hersonissos, Grikkland
Jákvætt í umsögninni
Fallega hannað hótel á góðum stað með fullt af veitingarstöðum nálægt, starfsfólkið var allt yndislegt og vildu allt fyrir okkur gera, sváfum vel í góðu rúmi og erum í skýjunum meö dvölina .
Neikvætt í umsögninni
Herbergið okkar snéri úti á götu og það voru framkvæmdir hinum megin við götuna , þannig að það var ekkert sérstakt að sitja úti á svölum og svalirnar líka mjög litlar, hefðum kannski vilja vita af þessu fyrirfram en nenntum ekki að gera vesen út af þessu.
Heraklion, Grikkland
Jákvætt í umsögninni
Allt. Viðmót starfsfólks var einstaklega ljúft, þrif á herbergjum 100%. Okkur leið mjög vel á þessu hóteli, með því besta sem við höfum upplifað.
Neikvætt í umsögninni
Ekkert neikvætt hægt að segja um þetta hótel, okkur líkaði við allt. Alveg framúrskarandi hótel í alla staði.
Aþena, Grikkland
Jákvætt í umsögninni
Morgunmaturinn var ekki freistandi. Lítið um ávexti og ekki nýtt brauð.
Agios Prokopios, Grikkland
Jákvætt í umsögninni
Staðsetningin er frábær. Íbúðin sjálf var notaleg og ágætlega búin.
Neikvætt í umsögninni
Hurðin að salerninu var ekki í lagi. Erfitt að opna eins og maður sá á ummerkjum við skrána. Einstaklingsrúmin voru ekki þægileg. Stigagangurinn að íbúðinni var skítugur og subbulegur. Ekki verið þrifið eða ryksugað lengi. Það var hitabylgja þegar við vorum þarna og hefði verið gott að hafa viftu í báðum herbergjum. Aðeins vifta í öðru þeirra. Fataskáp var ekki hægt að nota þar sem hann var fullur af dóti.
Chania, Grikkland
Jákvætt í umsögninni
Fínn morgunverður. Ágætt úrval
Neikvætt í umsögninni
Vantaði að hafa egg og beikon tilbúið. Þurfti að panta til að fá það (var samt innifalið)
Plataniás, Grikkland
Jákvætt í umsögninni
Hreint og vel búið
Aþena, Grikkland
Jákvætt í umsögninni
Staðsetning frábær
Neikvætt í umsögninni
Hávaði frá umferðargötu